Erlent

Jarðskjálfti í Japan

Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. Tugir manna slösuðust í þessu jarðskjálfta en ekki er vitað til þess að neinn hafi látið lífið. Skemmdir á mannvirkjum voru hinsvegar talsverðar, í þeim borgum og bæjum sem næst voru upptökum skjálftans. Tvær flóðbylgjur mynduðust við skjálftann, en þær voru ekki nema svosem tíu sentimetra háar og ollu ekki tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×