Innlent

Rúður brotna í roki

Þrjár rúður brotnuðu í Klébergsskóla á Kjalarnesi fyrir hádegi í gær í allnokkru hvassviðri. Ein rúðan brotnaði þegar gluggi fauk upp en tvær aðrar þegar borð sem var á skólalóðinni fauk á glugga. Iðnaðarmenn voru snöggir á staðinn til að gera tímabundið við þær skemmdir sem urðu. Ekki þurfti að gera hlé á skólastarfi vegna brotnu rúðanna eða hvassviðrisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×