Innlent

Skóflustunga að nýrri innisundlaug

Skóflustungur að nýrri 50 metra innisundlaug og yfirbyggðum vatnagarði verða teknar við Sundmiðstöð Keflavíkur í hádeginu. Þar mun slökkvibíll frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sprauta vatni til lofts á táknrænan hátt og verður fyrsta skóflustungan fyllt vatni. Við athöfnina verða framkvæmdirnar kynntar en gert er ráð fyrir að þeim ljúki árið 2006. Þess má geta að nú þegar hafa tvö sundmót verið pöntuð í innisundlauginni. Frá þessu er greint á fréttavef Víkurfrétta, vf.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×