Deilt um takmörkun eignarhalds 17. mars 2005 00:01 Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði síðasta haust hefur ekki enn komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja við eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Almenn sátt er hins vegar um að einhverjar takmarkanir verði að vera. Enn hefur ekki verið tekist á um niðurstöðurnar, en nefndarmenn hafa kynnt hugmyndir sínar í nefndinni. Þær eru allt frá því að vera hinar sömu og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi síðasta sumar, þar sem sett var bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki ætti meira en 15 prósenta hlut í ljósvakamiðli, yfir í að hafa engar takmarkanir. Þá hefur verið rætt um að setja mörkin við 30 prósenta eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og stefnt var að í sumar. Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Það muni tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Þá hefur verið rætt um að setja eigi á fót stofnun sem hafa á eftirlit með því að skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum sé fylgt eftir. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýta megi stofnun sem þegar sé starfandi, líkt og Póst- og fjarskiptastofnun eða útvarpsréttarnefnd. Þá verður lagt mikið upp úr því að lög verði sett þar sem gagnsæi eignarhalds verði tryggt. Auk þess mun nefndin leggja það til að tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum. Nefndin telur að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja nefndarmenn mikið upp úr því að sátt náist um niðurstöðurnar. Horft verði til framtíðar í stað þess að miða niðurstöðurnar við það fjölmiðlaumhverfi sem nú er til staðar. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda. Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fjölmiðlanefndin sem menntamálaráðherra skipaði síðasta haust hefur ekki enn komist að niðurstöðu um hversu strangar takmarkanir eigi að setja við eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum. Almenn sátt er hins vegar um að einhverjar takmarkanir verði að vera. Enn hefur ekki verið tekist á um niðurstöðurnar, en nefndarmenn hafa kynnt hugmyndir sínar í nefndinni. Þær eru allt frá því að vera hinar sömu og gert var ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi síðasta sumar, þar sem sett var bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki ætti meira en 15 prósenta hlut í ljósvakamiðli, yfir í að hafa engar takmarkanir. Þá hefur verið rætt um að setja mörkin við 30 prósenta eignarhlut markaðsráðandi fyrirtækja. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og stefnt var að í sumar. Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Það muni tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Þá hefur verið rætt um að setja eigi á fót stofnun sem hafa á eftirlit með því að skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum sé fylgt eftir. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýta megi stofnun sem þegar sé starfandi, líkt og Póst- og fjarskiptastofnun eða útvarpsréttarnefnd. Þá verður lagt mikið upp úr því að lög verði sett þar sem gagnsæi eignarhalds verði tryggt. Auk þess mun nefndin leggja það til að tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum. Nefndin telur að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja nefndarmenn mikið upp úr því að sátt náist um niðurstöðurnar. Horft verði til framtíðar í stað þess að miða niðurstöðurnar við það fjölmiðlaumhverfi sem nú er til staðar. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira