Innlent

Ferðaþjónusta bænda verðlaunuð

Ferðaþjónusta bænda fékk fyrstu verðlaun Skandinavísku ferðaverðlaunanna 2005  á ITB-ferðakaupstefnunni í Berlín í vikunni. Samtökin fengu verðlaunin í flokknum „Besta söluvaran í ferðaþjónustu í Norðri“ en verðlaunin eru afhent af Nordis – Das Nordeuropamagazin í samstarfi við ferðamálaráðin á öllum Norðurlöndunum. Verðlaunin sem Ferðaþjónustu bænda féllu í skaut eru á forsendum umhverfisstefnu og félagsstarfs í umhverfis-, ímyndar- og gæðamálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×