Lífið

Afmælistónleikar kvennakórs

Kvennakór Hafnarfjarðar. Nýkominn úr tónleikaferð um Spán en heldur afmælistónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, og síðan í Víðistaðakirkju á laugardaginn.
Kvennakór Hafnarfjarðar. Nýkominn úr tónleikaferð um Spán en heldur afmælistónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, og síðan í Víðistaðakirkju á laugardaginn.

Kvennakór Hafnarfjarðar fagnar tíu ára afmæli sínu með því að halda tvenna afmælistónleika, aðrir verða í Seltjarnarneskirkju í kvöld og hinir í Víðistaðakirkju á laugardaginn.

Kórinn hélt nýverið nokkra tónleika á Spáni í tilefni afmælisins. Það var Kórasamband Katalóníu sem skipulagði tónleikahald í Barcelona en í Torredembarra hélt kórinn tónleika í boði Obra Musical de l"Orgue Barroc og Menningamálanefndar Torredembarra. Í klausturkirkjunni á Montserrat-fjalli söng kórinn síðan fyrir kirkjugesti er troðfylltu þessa stóru, frægu kirkju sem talin er einn helgasti staður Spánar.

Allir tónleikar kórsins voru mjög vel sóttir og lýstu tónleikagestir óspart ánægju sinni með sönginn. Það ríkti svo sannarlega glaðleg og skemmtileg stemning hjá kátum Katalóníubúum sem komu og hlustuðu á kórinn.

Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari Antonía Hevesi. Fyrri afmælistónleikarnir hér á landi verða í Seltjarnarneskirkju í kvöld klukkan 20 og þeir síðari í Víðistaðakirkju á laugardaginn klukkan 16. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt að vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.