Lífið

Eðalhorn á vínsýningunni í Smáralind

Nú stendur yfir lokaundirbúningur fyrir eina stærstu og glæsilegustu vínsýningu sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin Vín 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind helgina 19. til 20. nóvember en Vínþjónasamtök Íslands í samstarfi við ÁTVR standa fyrir sýningunni.

Þar verða kynnt helstu hátíðarvínin sem verða á boðsólum Vínbúðanna fyrir jólin. Að auki kynna innflytjendur fleiri vín og aðilar í matvælageiranum munu einnig kynna mat sem smellpassar við vínin. Ýmsar nýjungar verða á þessari sýningu.

Ein sú mest spennandi er Eðalhornið en þar munu menntaðir vínþjónar leiða fólk í gegnum smakkanir á gæðavínum og miðlað verður fróðleik um vínin og uppruna þeirra. Ekki hefur verið birt fullmótuð dagskrá Eðalhornsins en frést hefur að meðal annars verði fjallað verði um kampavín með hátíðarmatnum og um nýju vínræktarsvæðin á Spáni sem hafa verið að slá í gegn.

Miðaverð á sýninguna verður 1.000 kr. en gestir munu greiða aukalega fyrir aðgang inn í Eðalhornið, en er það gert til að takmarka fjölda. Til að tryggja ennfrekar gæði þjónustunnar í Eðalhorninu mun aðgangur inn á svæðið vera háður skráningu, þ.e. gestir verða að skrá sig fyrirfram til að hafa aðgang á fyrirlestrana. Þannig er einnig hægt að afmarka opnunartíma Eðalhornsins, sem áætlað er að verði opið í takmarkaðan tíma í senn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.