Lífið

Uppselt í stúku

Hljómsveitin The White Stripes er á leiðinni hingað til lands.
Hljómsveitin The White Stripes er á leiðinni hingað til lands.

Uppselt er í stúku á tónleika rokkdúettsins The White Stripes í Laugardalshöll hinn 20. október. Enn eru til miðar í stæði. The White Stripes þykir ein skemmtilegasta tónleikasveit samtímans. Koma hennar til Íslands er liður í tónleikaferð sveitarinnar um heiminn sem er farin vegna útgáfu plötunnar Get Behind Me Satan.

Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar og á midi.is. Miðaverð í stæði er 4.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.