Rökleysa útvarpsstjóra Kjartan Eggertsson skrifar 11. mars 2005 00:01 Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi útvarpsráðs 15. febrúar voru umsóknir um fréttastjórastöðu Ríkisútvarpsins lagðar fram til kynningar og umsóknar og ráðningarferlið kynnt. Um stöðu fréttastjóra höfðu sótt 10 manns. Til að leggja mat á umsækjendum fengu þau Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, Ragnheiði S. Davíðsdóttur frá Mannafli-Liðsauka til liðs við sig í viðtölum og mati á umsækjendum. Niðurstaða þeirrar vinnu var að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar að þeir umsækjendur sem kæmu helst til greina væru: Arnar Páll Hauksson, Friðrik Páll Jónsson, Hjördís Finnbogadóttir, Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Við upphaf dagskrárliðar á fundi útvarpsráðs þann 8. mars 2005 - undir liðnum "Staða fréttastjóra Útvarps" - las formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, upp yfirlýsingu frá meirihluta ráðsins - fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks - að þeir mæltu með Auðuni Georg Ólafssyni til starfans. Engar umræður urðu um þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður Fréttasviðs Ríkisútvarpsins, og Guðbjörg R. Jónsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisútvarpsins, höfðu mælt með. Deildi formaður útvarpsráðs síðan út miðum og bað útvarpsráðsmenn að kjósa þann sem þeir mæltu með í stöðu fréttastjóra Útvarps. Fjögur atkvæði frá meirihluta féllu í hlut Auðuns Georgs, þrjú atkvæði minnihlutans voru auð. Engin andmæli eða tilmæli komu frá Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra um að fá að ræða umsókn þeirra umsækjenda sem hann, ásamt forstöðumanni fréttasviðs og starfsmannastjóri höfðu mælt með. Engin fagleg umræða fór fram um þessa umsækjendur, en sá sem þessar línur ritar átti von á því að einhverjar orðræður færu fram á milli útvarpsráðsmanna og stjórnenda Útvarpsins um þá sem helst var mælt með. Undirritaður, sem er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði, taldi það ekki þjóna nokkrum tilgangi að velja af handahófi einhvern þeirra fimm mjög svo hæfu manna sem útvarpsstjóri og hans menn höfðu mælt með, úr því ljóst var að meirihluti ráðsins, framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, höfðu sammælst um val á manni. Sá var ekki einn þeirra umsækjenda sem bestu meðmælin höfðu og sem jafnframt eru meðal mestu "reynslubolta" íslenskrar fréttamennsku í ljósvakamiðlum. Útvarpsstjóri hefur sagt að hann hafi orðið að ráða Auðun Georg til starfans þar sem ekki komu tillögur um neinn annan frá útvarpsráði. Þessi fullyrðing er rökleysa. Meirihlutinn mælti með einum manni og vilji meirihluta útvarpsráðs hlýtur að gilda. En úr því útvarpsstjóri er þeirrar skoðunar að hann sé ekki bundinn af niðurstöðu meirihluta útvarpsráðs, þá er hann ekki bundinn af neinni niðurstöðu ráðsins. Útvarpsráðsmenn eru ekki skyldugir að greiða einhverjum einum umsækjenda atkvæði. Þeim er heimilt að skila auðu, t.d. ef þeir treysta sér ekki á þeirri stundu að gera upp á milli manna, en þar með fela þeir valdið í hendur útvarpsstjóra að velja úr þeim hópi manna sótt hefur um. Þess má geta að á síðustu misserum hafa ráðningar á starfsfólki komið inn á borð útvarpsráðs og hafa menn sammælst um þær ráðningar án atkvæðagreiðslu. Höfundur er fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar