Spurning um hæfi Halldórs 3. júlí 2005 00:01 "Við vildum fá nánari skoðun á forsendum þessa máls en kom fram í minnisblaði Ríkisendurkskoðunar. Í álitsgerðinni kemur fram að í minnisblaði Ríkisendurskoðunar hafi stofnunin verið of þröng í áliti sínu þvi hún hafi einblínt um of á fjölskyldutengsl en ekki hin pólitísku tengsl hlutaðeigandi aðila í málinu. Margir helstu gerendur í málinu voru innstu koppar í Framsóknarflokknum, til dæmis Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir," segir Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna um lögfræðiálit sem stjórnarandstaðan lét vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar við sölu ríkisbankanna. "Ég tel álitið vera mjög varfærnisnlegt og eftir að hafa lesið álitið situr maður eftir með þá vissu um að Halldór hafi verið bullandi vanhæfur. Mér finnst einkennilegt að jafn reynslumikill maður og Halldór skuli ekki hafa áttað sig á því að hann átti að segja sig frá málinu og mér finnst barnalegt þegar menn reyna að neita því," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins og bætir því að sér finnist skrítið af Halldóri að kasta endalaust ábyrgðinni yfir á Ríkisendurskoðun; "Umboðsmaður Alþingis á skera úr um vanhæfi Halldórs og við skulum vona að hann geri það fljótt og örugglega." "Það væri algerlega fráleitt að spyrja lögfræðinga beint um hæfi forsætisráðherra því þeir hafa ekki fullan aðgang að öllum upplýsingum málsins og geta því ekkert fullyrt um hæfi forsætisráðherra," segir Lúðvík Bergvinsson um ummæli Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra; "Sú spurning sem stendur eftir er sú hvort eðlilegt geti talist að Halldór hafi verið beggja vegna borðsins þegar ríkisbankarnir voru seldir, bæði seljandi og kaupandi. Spurningin hvort það sé eðlilegt að þeir sem standa að sölu ríkiseigna skuli selja þær vinum sínum, ættingjum og flokksbræðrum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
"Við vildum fá nánari skoðun á forsendum þessa máls en kom fram í minnisblaði Ríkisendurkskoðunar. Í álitsgerðinni kemur fram að í minnisblaði Ríkisendurskoðunar hafi stofnunin verið of þröng í áliti sínu þvi hún hafi einblínt um of á fjölskyldutengsl en ekki hin pólitísku tengsl hlutaðeigandi aðila í málinu. Margir helstu gerendur í málinu voru innstu koppar í Framsóknarflokknum, til dæmis Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir," segir Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna um lögfræðiálit sem stjórnarandstaðan lét vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar við sölu ríkisbankanna. "Ég tel álitið vera mjög varfærnisnlegt og eftir að hafa lesið álitið situr maður eftir með þá vissu um að Halldór hafi verið bullandi vanhæfur. Mér finnst einkennilegt að jafn reynslumikill maður og Halldór skuli ekki hafa áttað sig á því að hann átti að segja sig frá málinu og mér finnst barnalegt þegar menn reyna að neita því," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins og bætir því að sér finnist skrítið af Halldóri að kasta endalaust ábyrgðinni yfir á Ríkisendurskoðun; "Umboðsmaður Alþingis á skera úr um vanhæfi Halldórs og við skulum vona að hann geri það fljótt og örugglega." "Það væri algerlega fráleitt að spyrja lögfræðinga beint um hæfi forsætisráðherra því þeir hafa ekki fullan aðgang að öllum upplýsingum málsins og geta því ekkert fullyrt um hæfi forsætisráðherra," segir Lúðvík Bergvinsson um ummæli Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra; "Sú spurning sem stendur eftir er sú hvort eðlilegt geti talist að Halldór hafi verið beggja vegna borðsins þegar ríkisbankarnir voru seldir, bæði seljandi og kaupandi. Spurningin hvort það sé eðlilegt að þeir sem standa að sölu ríkiseigna skuli selja þær vinum sínum, ættingjum og flokksbræðrum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira