Sport

Ísland vann Noreg

Ísland og Noregur áttust við í landskeppni í karate fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í gær. Keppnin var glæsileg í alla staði og mátti sjá fremsta karatefólk landsins sýna hæfni sína í baráttu sinni við frændur sína og frænkur frá Noregi. Íslendingar báru sigur úr býtum með sjö vinningum gegn fjórum í þessari vináttuviðureign landanna. Edda Blöndal, margfaldur Íslandsmeistari, sigraði báðar sínar viðureignir í keppninni. Þá er einnig vert að minnast á þegar nokkrir íslenskir keppendur sýndu snilli sína í kata sem var sérlega tilkomumikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×