Innlent

Leikskólakennarar samþykktu

Leikskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning til tveggja ára. Forsvarsmenn Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga undirrituðu samninginn 22. desember síðastliðinn. Atkvæði voru talin í gærmorgun og var samningurinn samþykktur með 64,5 prósentum atkvæða gegn 32,5 prósentum. Þrjú prósent atkvæðaseðlanna voru auðir og ógildir. Alls voru 1.491 á kjörskrá og greiddu 1.365 félagsmanna, eða 91,5 prósent, atkvæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×