Sport

Henchoz yfirgefur Liverpool

Svissneski knattspyrnumaðurinn Stephane Henchoz sem leikið hefur með Liverpool undanfarin ár hefur yfirgefið félagið og skrifað undir hjá skoska stórveldinu Glasgow Celtic. Henchoz gerði aðeins skammtímasamning við skosku meistarana sem gildir til loka tímabilsins en Celtic á 15 leiki eftir í deildinni. Henchoz var lykilmaður í liði Liverpool þegar Gerrard Houllier stýrði liðinu en eftir komu nýja stjórans, Rafa Benitez, hefur Svisslendingurinn aðeins leikið 3 leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×