Sport

Jói Kalli sló Ívar út úr bikarnum

Það var ekki mikið um óvænt úrslit í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn með Charlton sem lenti í þó nokkrum vandræðum á heimavelli gegn 2. deildarliði Yeovil en hafði þó sigur, 3-2. Fulham lenti í vandræðum gegn Championship deildarliði Derby en liðinu skildu jöfn, 1-1 og þurfa að mætast aftur. Arsenal vann 2-0 sigur á Wolves þar sem Patrick Vieira og Fredrik Ljungberg skoruðu mörkin. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester sem sló út Ívar Ingimarsson og félaga í Reading, lokatölur 1-2. Jóhannesi var skipt út af á 85. mínútu en Ívar lék allan leikinn í liði heimamanna. Þórarinn Kristjánsson var í byrjunarliði Aberdeen sem tapaði á útvelli fyrir Hearts, 1-0 í skosku úrvalsdeildinni. Þórarni var skipt út af á 59. mínútu. Þá lék Gylfi Einarsson allan leikinn með Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku Championship deildinni í dag. Úrslitin í enska bikarnum í dag. Southampton 2 - 1 Portsmouth Arsenal 2 - 0 Wolves Blackburn 3 - 0 Colchester Brentford 0 - 0 Hartlepool Burnley 2 - 0 Bournemouth Charlton 3 - 2 Yeovil Derby County 1 - 1 Fulham Everton 3 - 0 Sunderland Newcastle 3 - 1 Coventry Nott Forest 1 - 0 Peterborough Reading 1 - 2 Leicester W.B.A. 1 - 1 Tottenham West Ham 1 - 1 Sheff Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×