Erlent

Henti handsprengju að unglingum

Þrír unglingspiltar létust og að minnsta kosti átta aðrir særðust þegar maður henti handsprengju að hópi unglinga á bæjarskemmtun á suðurhluta Filippseyja í dag. Lögregla segir að einn drengjanna hafi áður hent grjóti í manninn sem brást við fyrrnefndum afleiðingum. Maðurinn, sem er fyrrverandi hermaður, var handtekinn á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×