Ritstjórnarmeðlimir hjá Læknablaðinu segja af sér 2. nóvember 2005 07:15 Fimm af sex ritstjórnarfulltrúum í ritstjórn Læknablaðsins sögðu í gær af sér vegna umdeildrar greinar sem birtist í blaðinu um afleysingarströf Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugadeild Landspítalans í sumar. Greinina ritar Jóhann Tómasson læknir í septemberrit Læknablaðsins og ber hún titilinn "Nýi sloppur keisarans". Þar segir Jóhann meðal annars að afleysing Kára Stefánssonar hafi verið slíkt dómgreindarleysi og reginhneyskli að efast verði alvarlega um hæfi stjórnenda hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Þá segir Jóhann einnig að ferill Kára í verklegu og klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands og á kandídatsári hafi verið með endemum og um það geti her skólafélaga hans vitnað og fjöldi annarra, þar á meðal núverandi landlæknir. Kári hafi fengið lækningaleyfi með undanþágu í júní 1977 og að hann hafi ekki starfað sem læknir á Íslandi frá því ári. Í ritstjórn Læknablaðsins sitja sex manns, fimm almennir ritstjórnarmeðlimir og svo ábyrgðarmaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var það ábyrgðarmaðurinn, Vilhjálmur Rafnsson, sem ákvað að birta greinina en hinir fimm ritstjórnarmeðlimir lögðust gegn því vegna þessara hörðu ásakana í garð Kára og háttsettra manna í heilbrigðisgeiranum. Þegar Vilhjálmur varð svo ekki við beiðni þeirra um að beðist yrði afsökunar á greininni ákváðu ritstjórnarmeðlimirnir fimm að segja af sér. Í samtali við fréttastofu í gærkvöld vildi Vilhjálmur Rafnsson lítið tjá sig um málið fyrr en hann hefði fengið formlega afsögn frá ritstjórnarmeðlimunum, en hún hefði ekki borist. Hann sagði þó að vinnureglur blaðsins kvæðu á um að það væri ábyrgðarmaður sem tæki endanlega ákvörðun um hvað birtist í blaðinu. Því snerist deilan ekki um það hvort hann hefði mátt taka ákvörðunina heldur að hann hefði tekið hana. Útgefendur og eigendur Læknablaðsins eru Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagðist í gærkvöld líkt og Vilhjálmur ekki hafa fengið formlega tilkynningu um afsögn stjórnarinnar og því vildi hann lítið tjá sig um málið. Aðspurður um næstu skref í málinu sagði Sigurbjörn að útgefendur myndu hittast á fundi á þriðjudaginn kemur og þá yrðu málin rædd. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Fimm af sex ritstjórnarfulltrúum í ritstjórn Læknablaðsins sögðu í gær af sér vegna umdeildrar greinar sem birtist í blaðinu um afleysingarströf Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugadeild Landspítalans í sumar. Greinina ritar Jóhann Tómasson læknir í septemberrit Læknablaðsins og ber hún titilinn "Nýi sloppur keisarans". Þar segir Jóhann meðal annars að afleysing Kára Stefánssonar hafi verið slíkt dómgreindarleysi og reginhneyskli að efast verði alvarlega um hæfi stjórnenda hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Þá segir Jóhann einnig að ferill Kára í verklegu og klínísku námi við læknadeild Háskóla Íslands og á kandídatsári hafi verið með endemum og um það geti her skólafélaga hans vitnað og fjöldi annarra, þar á meðal núverandi landlæknir. Kári hafi fengið lækningaleyfi með undanþágu í júní 1977 og að hann hafi ekki starfað sem læknir á Íslandi frá því ári. Í ritstjórn Læknablaðsins sitja sex manns, fimm almennir ritstjórnarmeðlimir og svo ábyrgðarmaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var það ábyrgðarmaðurinn, Vilhjálmur Rafnsson, sem ákvað að birta greinina en hinir fimm ritstjórnarmeðlimir lögðust gegn því vegna þessara hörðu ásakana í garð Kára og háttsettra manna í heilbrigðisgeiranum. Þegar Vilhjálmur varð svo ekki við beiðni þeirra um að beðist yrði afsökunar á greininni ákváðu ritstjórnarmeðlimirnir fimm að segja af sér. Í samtali við fréttastofu í gærkvöld vildi Vilhjálmur Rafnsson lítið tjá sig um málið fyrr en hann hefði fengið formlega afsögn frá ritstjórnarmeðlimunum, en hún hefði ekki borist. Hann sagði þó að vinnureglur blaðsins kvæðu á um að það væri ábyrgðarmaður sem tæki endanlega ákvörðun um hvað birtist í blaðinu. Því snerist deilan ekki um það hvort hann hefði mátt taka ákvörðunina heldur að hann hefði tekið hana. Útgefendur og eigendur Læknablaðsins eru Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, sagðist í gærkvöld líkt og Vilhjálmur ekki hafa fengið formlega tilkynningu um afsögn stjórnarinnar og því vildi hann lítið tjá sig um málið. Aðspurður um næstu skref í málinu sagði Sigurbjörn að útgefendur myndu hittast á fundi á þriðjudaginn kemur og þá yrðu málin rædd.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira