Innlent

Beit stykki úr kjamma kindar

MYND/Víkurfréttir
MYND/Víkurfréttir

Hundur særði kind það alvarlega við Grindavík í gær að aflífa þurfti rolluna en stórt stykki hafði verið bitið úr kjamma dýrsins. Eigandi kindarinnar segir í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindur sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin. Önnur rolla var einnig bitin af hundi síðdegis svo úr blæddi, en þó þurfti ekki að aflífa hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×