Sport

Forssell á bekknum gegn Bayern

Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, hefur tilkynnt að finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell muni vera á bekknum í leiknum gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Forssell, sem meiddist illa á hné er hann var á láni hjá Birmingham í september, hefur náð ótrúlega hröðum bata en ekki var talið líklegt að hann myndi spila meira á þessu tímabili. Þrátt fyrir meiðslin var Forssell meðal þeirra leikmanna sem Chelsea skráði í Meistaradeildina og gæti á miðvikudaginn spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið síðan í apríl árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×