Erlent

Öryggisráðið ekki stækkað

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því opinberlega í gær að sú tilraun sem í gangi væri til að fjölga aðildarríkjum öryggisráðs SÞ myndi fara út um þúfur. Bandarísk stjórnvöld myndu aðeins styðja að stækka ráðið upp í 19 eða 20 aðildarþjóðir, úr 15 nú. Margar aðrar aðildarþjóðir samtakanna - þar á meðal Ísland sem sækist eftir setu í ráðinu árið 2009-2010 - styðja hins vegar stækkun ráðsins upp í 25 þjóðir og jafnvel fleiri, til að það endurspegli betur raunstöðu alþjóðakerfisins á 21. öld. Í ræðu um umbætur á Sameinuðu þjóðunum sem Bolton flutti hjá hugveitunni Chatham House í Lundúnum sagði hann svo mikla stækkun ráðsins ekki kunna góðri lukku að stýra; hún myndi gera það óskilvirkara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×