Líst illa á legu hálendisvegar 3. mars 2005 00:01 "Ég held að það sé alveg ljóst að slíkur vegur með tilheyrandi umferð og þungaflutningum færi aldrei gegnum Þingvelli," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um þá hugmynd að leggja nýjan hálendisveg milli Akureyrar og Reykjavíkur. Slíkur vegur mun stytta vegalengdina milli höfuðstaðanna um 80 kílómetra en aðeins ef farið er gegnum Þingvelli. Hugmyndin um hálendisveg af þessu tagi er ekki ný en með vaxandi áhuga norðan heiða hefur málið komist á rekspöl og stutt er síðan stofnað var einkahlutafélagið Norðurvegur sem hefur það markmið að láta fara fram frumathuganir á hagkvæmni og kostnaði við lagninguna. Nokkrir stórir aðilar koma að verkefninu og hefur Andri Teitsson framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga, eins stærsta hluthafa félagsins, látið hafa eftir sér að slíkur vegur sé nauðsyn eigi Akureyri að mynda almennilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið í framtíðinni. Samgönguráðherra segir vænlegra að sínu viti að reyna að stytta núverandi þjóðveg en leggja nýjan sem á kafla myndi liggja hátt í 800 metra hæð. Ein meginröksemdin fyrir Norðurvegi er sá tímasparnaður sem næðist en tæplega klukkustundar stytting yrði milli Reykjavíkur og Akureyrar ef af yrði. Það er þó háð því að leyfi fáist til að fara um Þingvelli en samgönguráðherra er ekki sá eini sem líst illa á þá tilhögun. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og formaður Þingvallanefndar segir málið ekki hafa verið kynnt nefndinni og hún því enga afstöðu tekið en hann bendir á að Þingvellir séu friðlýstur helgistaður og þjóðgarður en ekki vegarstæði. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, segir sömuleiðis að samtökin hafi ekki ályktað vegna þessara hugmynda um hálendisveg en segir skjóta skökku við að ætla að byggja upp hraðbraut gegnum þjóðarperluna. "Það er á skjön við þær hugmyndir að Þingvellir eigi að vera griðastaður og verndaður sem slíkur og mér dettur í hug að ef þetta verður raunin hafi umsóknin um að komast á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna verið byggð á röngum forsendum." Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
"Ég held að það sé alveg ljóst að slíkur vegur með tilheyrandi umferð og þungaflutningum færi aldrei gegnum Þingvelli," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um þá hugmynd að leggja nýjan hálendisveg milli Akureyrar og Reykjavíkur. Slíkur vegur mun stytta vegalengdina milli höfuðstaðanna um 80 kílómetra en aðeins ef farið er gegnum Þingvelli. Hugmyndin um hálendisveg af þessu tagi er ekki ný en með vaxandi áhuga norðan heiða hefur málið komist á rekspöl og stutt er síðan stofnað var einkahlutafélagið Norðurvegur sem hefur það markmið að láta fara fram frumathuganir á hagkvæmni og kostnaði við lagninguna. Nokkrir stórir aðilar koma að verkefninu og hefur Andri Teitsson framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga, eins stærsta hluthafa félagsins, látið hafa eftir sér að slíkur vegur sé nauðsyn eigi Akureyri að mynda almennilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið í framtíðinni. Samgönguráðherra segir vænlegra að sínu viti að reyna að stytta núverandi þjóðveg en leggja nýjan sem á kafla myndi liggja hátt í 800 metra hæð. Ein meginröksemdin fyrir Norðurvegi er sá tímasparnaður sem næðist en tæplega klukkustundar stytting yrði milli Reykjavíkur og Akureyrar ef af yrði. Það er þó háð því að leyfi fáist til að fara um Þingvelli en samgönguráðherra er ekki sá eini sem líst illa á þá tilhögun. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og formaður Þingvallanefndar segir málið ekki hafa verið kynnt nefndinni og hún því enga afstöðu tekið en hann bendir á að Þingvellir séu friðlýstur helgistaður og þjóðgarður en ekki vegarstæði. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, segir sömuleiðis að samtökin hafi ekki ályktað vegna þessara hugmynda um hálendisveg en segir skjóta skökku við að ætla að byggja upp hraðbraut gegnum þjóðarperluna. "Það er á skjön við þær hugmyndir að Þingvellir eigi að vera griðastaður og verndaður sem slíkur og mér dettur í hug að ef þetta verður raunin hafi umsóknin um að komast á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna verið byggð á röngum forsendum."
Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira