Innlent

Á þriðja tug hræja í fjörunni

Á þriðja tug dýrahræja liggur nú í fjörunni við bæinn Finnbogastaði við Trékyllisvík á Ströndum. Að sögn húsfreyjunnar á bænum, Pálínu Þórólfsdóttur, er þetta ekki í fyrsta sinn sem hræ rekur að landi við bæinn en hún segir fjöldann þó líklega aldrei hafa verið meiri. Heimilisfólkið telur að um marsvín sé að ræða. Pálína segir þau hafa orðið vör við hræin í morgun en ekki sé búið að ákveða hvort reynt verði að fjarlægja þau með einhverju móti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×