Sport

"Hershöfðinginn" lést í nótt

Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Rinus Michels lést í nótt. Hann var 77 ára gamall. Michels, sem gekk undir nafninu "Hershöfðinginn" var valinn þjálfari aldarinnar af FIFA árið 1999. Michels lék 269 leiki sem leikmaður hjá Ajax og 5 landsleiki fyrir Holland. Michels þjálfaði þó nokkur lið á ferlinum og gerði m.a. Ajax að Evrópumeistara árið 1965. Hann þjálfaði einnig Barcelona og bandaríska liðið Los Angeles Aztecs. Hann lauk ferlinum hjá þýska félaginu Bayren Leverkusen árið 1989.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×