Lífið

Sniglarnir afhjúpa minnisvarða

Um 500 vélhjólamenn voru saman komnir í Skagafirði um helgina á hátíð sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli vélhjólaaksturs á Íslandi. Sniglarnir, vélhjólaklúbbur lýðveldisins, létu sig ekki vanta þar og tóku þátt í alls konar keppnum og skemmtilegheitum. Þeir notuðu líka tækifærið til þess að afhjúpa minnismerki sem er gefið til minningar um þá sem hafa farist í vélhjólaslysum. Það var alvarleg og tilfinningaþrungin stund fyrir viðstadda. Listamaðurinn heitir Heiðar Páll Jóhannsson og er snigill númer tíu. Minnisvarðinn er staðsettur rétt sunnan við kaupfélagið í Varmahlíð við þjóðveg númer eitt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.