Meginmarkmiðið að eyða launamun 19. júní 2005 00:01 Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. Árni skorar á fyrirtæki og stofnanir í landinu að skoða hvers vegna kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hvetur til launajafnréttis; það að konum sé mismunað sé óþolandi. Þetta kom fram í ræðu hans á Þingvöllum í dag. Íslendingar skunduðu á Þingvöll í dag og fögnuðu og þó nokkuð dimmt hafi verið yfir stöðvaði það konur ekki, enda þær eflaust séð það miklu verra. Farið var niður Almannagjá og að Drekkingarhyl þar sem átján rósir voru settar í minningu þeirra átján kvenna sem þar var drekkt á sínum tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir gríðarlegan árangur hafa náðst í jafnréttismálum á síðustu árum þó merki í samfélaginu gefi til kynna að nokkuð sé í land, t.a.m. varðandi launamuninn og hversu fáar konur séu í stjórnum fyrirtækja. Hún segist skynja að samfélagið sé að breytast, m.a. með tilkomu breytts fæðingarorlofs sem komið var á á sínum tíma. Mikil dagskrá var á Þingvöllum í dag en meðal þess sem boðið var upp á var kórsöngur og ljóðalestur. Þá dönsuðu valkyrjur og álfameyjar undir stjórn Auðar Bjarnadóttur og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hélt hátíðarávarp þar sem hún hvatti karlmenn til að taka meira tillit til kvenna. Hún sagði að vinátta og virðing kynjanna sé það eina sem geti leitt til fullra mannréttinda. „Lýðræði sem útilokar völd kvenna er ekki fullþroska lýðræði. Konur þurfa að stíga markvist fram í sviðsljósið og karlar verða að ganga til móts við þær,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu. Þá var gerð Þingvallafundar lesin upp og afhent Árna Magnússyni jafnréttisráðherra eins og hann var titilaður í dagskrá „Baráttuhátíðar kvenna 2005“. Helsta markmið Árna sem jafnréttismálaráðherra er að eyða launamun kynjanna. Hann segir miklum árangri hafa verið náð á undanförnum árum og áratugum en það þurfi heldur betur að berjast áfram. Hátíðinni lýkur í kvöld þegar kvennamessa verður haldin í Laugardal en hún hefst nú klukkan hálf níu Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun predika og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. MYND/StefánMYND/Stefán Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. Árni skorar á fyrirtæki og stofnanir í landinu að skoða hvers vegna kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hvetur til launajafnréttis; það að konum sé mismunað sé óþolandi. Þetta kom fram í ræðu hans á Þingvöllum í dag. Íslendingar skunduðu á Þingvöll í dag og fögnuðu og þó nokkuð dimmt hafi verið yfir stöðvaði það konur ekki, enda þær eflaust séð það miklu verra. Farið var niður Almannagjá og að Drekkingarhyl þar sem átján rósir voru settar í minningu þeirra átján kvenna sem þar var drekkt á sínum tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir gríðarlegan árangur hafa náðst í jafnréttismálum á síðustu árum þó merki í samfélaginu gefi til kynna að nokkuð sé í land, t.a.m. varðandi launamuninn og hversu fáar konur séu í stjórnum fyrirtækja. Hún segist skynja að samfélagið sé að breytast, m.a. með tilkomu breytts fæðingarorlofs sem komið var á á sínum tíma. Mikil dagskrá var á Þingvöllum í dag en meðal þess sem boðið var upp á var kórsöngur og ljóðalestur. Þá dönsuðu valkyrjur og álfameyjar undir stjórn Auðar Bjarnadóttur og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hélt hátíðarávarp þar sem hún hvatti karlmenn til að taka meira tillit til kvenna. Hún sagði að vinátta og virðing kynjanna sé það eina sem geti leitt til fullra mannréttinda. „Lýðræði sem útilokar völd kvenna er ekki fullþroska lýðræði. Konur þurfa að stíga markvist fram í sviðsljósið og karlar verða að ganga til móts við þær,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu. Þá var gerð Þingvallafundar lesin upp og afhent Árna Magnússyni jafnréttisráðherra eins og hann var titilaður í dagskrá „Baráttuhátíðar kvenna 2005“. Helsta markmið Árna sem jafnréttismálaráðherra er að eyða launamun kynjanna. Hann segir miklum árangri hafa verið náð á undanförnum árum og áratugum en það þurfi heldur betur að berjast áfram. Hátíðinni lýkur í kvöld þegar kvennamessa verður haldin í Laugardal en hún hefst nú klukkan hálf níu Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun predika og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. MYND/StefánMYND/Stefán
Fréttir Innlent Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira