Meginmarkmiðið að eyða launamun 19. júní 2005 00:01 Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. Árni skorar á fyrirtæki og stofnanir í landinu að skoða hvers vegna kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hvetur til launajafnréttis; það að konum sé mismunað sé óþolandi. Þetta kom fram í ræðu hans á Þingvöllum í dag. Íslendingar skunduðu á Þingvöll í dag og fögnuðu og þó nokkuð dimmt hafi verið yfir stöðvaði það konur ekki, enda þær eflaust séð það miklu verra. Farið var niður Almannagjá og að Drekkingarhyl þar sem átján rósir voru settar í minningu þeirra átján kvenna sem þar var drekkt á sínum tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir gríðarlegan árangur hafa náðst í jafnréttismálum á síðustu árum þó merki í samfélaginu gefi til kynna að nokkuð sé í land, t.a.m. varðandi launamuninn og hversu fáar konur séu í stjórnum fyrirtækja. Hún segist skynja að samfélagið sé að breytast, m.a. með tilkomu breytts fæðingarorlofs sem komið var á á sínum tíma. Mikil dagskrá var á Þingvöllum í dag en meðal þess sem boðið var upp á var kórsöngur og ljóðalestur. Þá dönsuðu valkyrjur og álfameyjar undir stjórn Auðar Bjarnadóttur og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hélt hátíðarávarp þar sem hún hvatti karlmenn til að taka meira tillit til kvenna. Hún sagði að vinátta og virðing kynjanna sé það eina sem geti leitt til fullra mannréttinda. „Lýðræði sem útilokar völd kvenna er ekki fullþroska lýðræði. Konur þurfa að stíga markvist fram í sviðsljósið og karlar verða að ganga til móts við þær,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu. Þá var gerð Þingvallafundar lesin upp og afhent Árna Magnússyni jafnréttisráðherra eins og hann var titilaður í dagskrá „Baráttuhátíðar kvenna 2005“. Helsta markmið Árna sem jafnréttismálaráðherra er að eyða launamun kynjanna. Hann segir miklum árangri hafa verið náð á undanförnum árum og áratugum en það þurfi heldur betur að berjast áfram. Hátíðinni lýkur í kvöld þegar kvennamessa verður haldin í Laugardal en hún hefst nú klukkan hálf níu Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun predika og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. MYND/StefánMYND/Stefán Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Árni Magnússon segir það meginmarkmið sitt sem jafnréttisráðherra að eyða launamun kynjanna þó engin tímamörk hafi verið sett. Á annað þúsund Íslendingar komu saman á Þingvöllum í dag til að fagna 90 ára kosningarétti kvenna en þó margt hafi áunnist í baráttunni voru menn sammála um að henni sé langt í frá lokið. Árni skorar á fyrirtæki og stofnanir í landinu að skoða hvers vegna kynbundinn launamunur sé fyrir hendi og hvetur til launajafnréttis; það að konum sé mismunað sé óþolandi. Þetta kom fram í ræðu hans á Þingvöllum í dag. Íslendingar skunduðu á Þingvöll í dag og fögnuðu og þó nokkuð dimmt hafi verið yfir stöðvaði það konur ekki, enda þær eflaust séð það miklu verra. Farið var niður Almannagjá og að Drekkingarhyl þar sem átján rósir voru settar í minningu þeirra átján kvenna sem þar var drekkt á sínum tíma. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir gríðarlegan árangur hafa náðst í jafnréttismálum á síðustu árum þó merki í samfélaginu gefi til kynna að nokkuð sé í land, t.a.m. varðandi launamuninn og hversu fáar konur séu í stjórnum fyrirtækja. Hún segist skynja að samfélagið sé að breytast, m.a. með tilkomu breytts fæðingarorlofs sem komið var á á sínum tíma. Mikil dagskrá var á Þingvöllum í dag en meðal þess sem boðið var upp á var kórsöngur og ljóðalestur. Þá dönsuðu valkyrjur og álfameyjar undir stjórn Auðar Bjarnadóttur og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, hélt hátíðarávarp þar sem hún hvatti karlmenn til að taka meira tillit til kvenna. Hún sagði að vinátta og virðing kynjanna sé það eina sem geti leitt til fullra mannréttinda. „Lýðræði sem útilokar völd kvenna er ekki fullþroska lýðræði. Konur þurfa að stíga markvist fram í sviðsljósið og karlar verða að ganga til móts við þær,“ sagði Vigdís í ávarpi sínu. Þá var gerð Þingvallafundar lesin upp og afhent Árna Magnússyni jafnréttisráðherra eins og hann var titilaður í dagskrá „Baráttuhátíðar kvenna 2005“. Helsta markmið Árna sem jafnréttismálaráðherra er að eyða launamun kynjanna. Hann segir miklum árangri hafa verið náð á undanförnum árum og áratugum en það þurfi heldur betur að berjast áfram. Hátíðinni lýkur í kvöld þegar kvennamessa verður haldin í Laugardal en hún hefst nú klukkan hálf níu Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir mun predika og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. MYND/StefánMYND/Stefán
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira