Mjótt á mununum í Þýskalandi 17. september 2005 00:01 Stemningin á lokasprettinum fyrir kosningar í Þýskalandi virðist heldur vera stjórnarandstöðunni í hag. Munurinn er þó ekki mikill og enn óvíst að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn eins og staðan er. Nokkur þúsund atkvæði gætu skipt sköpum. Kosningabaráttunni í Þýskalandi lauk í gærkvöldi í en morgun hélt hún samt áfram. Í stað þess að anda djúpt og gefa kjósendum tíma til að hugsa eru flokksleiðtogarnir í dag eins og þeytispjöld á ferð um landið og berjast enn þá um hvert einasta atkvæði. Um fjórðungur kjósenda er óákveðinn og því eftir miklu að slægjast, ekki síst þegar litið er til þess að lítill sem enginn munur er á meginfylkingunum. Kristilegir demókratar og frjálslyndir eru með 48-51 prósents fylgi samanlagt en jafnaðarmenn og græningjar fá 45-48 prósent. Niðurstöður nýjustu kannana eru nokkuð misvísandi sem gefur út af fyrir sig hugmynd um hversu mikil óvissa ríkir. Ein könnunin bendir til þess að enginn beri sigur úr býtum og að svo gott sem vonlaust verði að mynda stjórn að kosningunum loknum. Önnur könnun bendir til þess að fylgi vinstriflokksins, sem enginn vill mynda stjórn með, ráði úrslitum. Allt stefnir í að hann fái átta prósenta fylgi og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Almennt má segja að stemningin virðist heldur hafa snúist kristilegum demókrötum og frjálslyndum í hag á síðustu dögum eftir erfiðan hálfan mánuð, en erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif það hefur á morgun. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna gætu til að mynda flykkst á kjörstaði einmitt vegna þessa. Fyrir þremur árum marði Schröder sigur á lokasprettinum þrátt fyrir að hafa verið undir nánast alla kosningabaráttuna. Það gæti raunar farið svo að engin úrslit liggi fyrir fyrr en eftir hálfan mánuð. Einn frambjóðandi í kjördæmi í Dresden féll frá fyrir fáeinum dögum og því var kosningu þar frestað. Prenta þarf öll kjörgögn upp á nýtt og kosið verður eftir hálfan mánuð. Fræðilega séð gæti farið svo að engin endanleg og afgerandi niðurstaða fengist fyrr en að þeirri kosningu lokinni. Á lokakosningasamkundun flokkanna í gær kvað alls staðar við sama tón: úrslitin eru óráðin, það er ekkert að marka skoðanakannanir og því síður fjölmiðla. Það verða allir að kjósa því hreinar hörmungar blasa við hljóti hinir meirihluta og verði við völd á næsta kjörtímabili. Almenningur er líka spenntur og búist er við metkosningaþátttöku. Í raun er aðeins eitt víst. Meirihluti Þjóðverja vill breytingar en býst ekki við að þær verði neinar, sama hver hefur betur á kjördag. Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Stemningin á lokasprettinum fyrir kosningar í Þýskalandi virðist heldur vera stjórnarandstöðunni í hag. Munurinn er þó ekki mikill og enn óvíst að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn eins og staðan er. Nokkur þúsund atkvæði gætu skipt sköpum. Kosningabaráttunni í Þýskalandi lauk í gærkvöldi í en morgun hélt hún samt áfram. Í stað þess að anda djúpt og gefa kjósendum tíma til að hugsa eru flokksleiðtogarnir í dag eins og þeytispjöld á ferð um landið og berjast enn þá um hvert einasta atkvæði. Um fjórðungur kjósenda er óákveðinn og því eftir miklu að slægjast, ekki síst þegar litið er til þess að lítill sem enginn munur er á meginfylkingunum. Kristilegir demókratar og frjálslyndir eru með 48-51 prósents fylgi samanlagt en jafnaðarmenn og græningjar fá 45-48 prósent. Niðurstöður nýjustu kannana eru nokkuð misvísandi sem gefur út af fyrir sig hugmynd um hversu mikil óvissa ríkir. Ein könnunin bendir til þess að enginn beri sigur úr býtum og að svo gott sem vonlaust verði að mynda stjórn að kosningunum loknum. Önnur könnun bendir til þess að fylgi vinstriflokksins, sem enginn vill mynda stjórn með, ráði úrslitum. Allt stefnir í að hann fái átta prósenta fylgi og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Almennt má segja að stemningin virðist heldur hafa snúist kristilegum demókrötum og frjálslyndum í hag á síðustu dögum eftir erfiðan hálfan mánuð, en erfitt er að spá fyrir um hvaða áhrif það hefur á morgun. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna gætu til að mynda flykkst á kjörstaði einmitt vegna þessa. Fyrir þremur árum marði Schröder sigur á lokasprettinum þrátt fyrir að hafa verið undir nánast alla kosningabaráttuna. Það gæti raunar farið svo að engin úrslit liggi fyrir fyrr en eftir hálfan mánuð. Einn frambjóðandi í kjördæmi í Dresden féll frá fyrir fáeinum dögum og því var kosningu þar frestað. Prenta þarf öll kjörgögn upp á nýtt og kosið verður eftir hálfan mánuð. Fræðilega séð gæti farið svo að engin endanleg og afgerandi niðurstaða fengist fyrr en að þeirri kosningu lokinni. Á lokakosningasamkundun flokkanna í gær kvað alls staðar við sama tón: úrslitin eru óráðin, það er ekkert að marka skoðanakannanir og því síður fjölmiðla. Það verða allir að kjósa því hreinar hörmungar blasa við hljóti hinir meirihluta og verði við völd á næsta kjörtímabili. Almenningur er líka spenntur og búist er við metkosningaþátttöku. Í raun er aðeins eitt víst. Meirihluti Þjóðverja vill breytingar en býst ekki við að þær verði neinar, sama hver hefur betur á kjördag.
Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira