Sport

FH-ingar með 30 stig úr 10 leikjum

FH-ingar unnu Keflvíkinga 2-0 í fyrsta leik 10. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Ólafur Páll Snorrason og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörkin á upphafsmínútu sitthvors hálfleiksins. Ólafur Páll skoraði fyrra markið á 1. mínútu eftir sendingu Allan Borgvardts og Ólafur Páll lagði síðan upp seinna markið fyrir Tryggva á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Þetta var 9. mark Tryggva í Landsbankadeildinni og hann er nú markahæstur í deildinni. FH-liðið hefur þar með unnið 10 fyrstu leiki sína og er því komið með 30 stig og 9 stiga forskot á Valsmenn sem eru í 2. sæti en eiga leik inni í Grindavík á þriðjudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×