Innlent

Ástandið ekki verra í mörg ár

Enn vanti að ráða í sex stöður af 24. "Við höfum ekki getað tekið inn öll þau börn sem áttu að fá pláss. Þegar eru 34 börn sem bíða þess að fá tilkynnt um hvenær þau megi hefja leikskólavist, en ekki verður hægt að taka þau inn fyrr en búið er að ráða fleira starfsfólk," segir Ingibjörg. Ekki hefur þurft að senda börn heim af leikskólanum ennþá en Ingibjörg segir að foreldrar hafi brugðist vel við þeim tilmælum að sækja börnin sín í fyrra fallinu til þess að forðast álag sem skapast síðari hluta dags. Ingibjörg segir að þess sé vel gætt að álag á starfsfólk aukist ekki og að ekki séu fleiri börn á hvern starfsmann en leyfilegt er. Hins vegar hafi bæði hún og aðstoðarleikskólastjórinn hlaupið undir bagga með starfsfólkinu og gæti barna á meðan ástandið er hvað verst. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarráðsfundi þess efnis að sérstök fjárheimild verði veitt til stjórnenda leikskóla og frístundaheimila. Á að nota féð til að greiða fyrir yfirvinnu vegna undirmönnunar. Þetta kom fram í máli borgarstjóra á fundi á leikskólanum Grandaborg. Kjarasamningar starfsmanna leikskóla og frístundaheimila gilda til 30. nóvember. Steinunn Valdís ætlar að beina því til samninganefndar Reykjavíkurborgar að hefja samningaviðræður sem fyrst. Vill hún að stefnt verði að því að nýr kjarasamningur taki gildi 1. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×