Innlent

Tölvukerfi tafði lífeyrisgreiðslur

Arnór Pétursson hjá TR segir þetta vera ástæðu þess að greiðslur höfðu ekki borist inn á reikninga allra lífeyrisþega um hádegisbil í gær. Langflestir hefðu þó fengið lífeyrinn sinn. Ellilífeyrisþegar sem höfðu samband við Fréttablaðið í gær höfðu af því áhyggjur að ef til vill hefði þeim verið ofgreitt og nú væri komið að uppgjöri, þannig að þeir fengju ekkert um þessi mánaðamót. Arnór segir að fólk þurfi ekki að óttast aðgerðir af því tagi. Ef einhverjir hafi fengið of háar greiðslur, sem gera þurfi upp, fá viðkomandi bréf frá stofnuninni áður en til uppgjörs kemur. Þeir fá því að vita af því með góðum fyrirvara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×