Innlent

Ný safnstjóri Listasafns

Í dag tók Hafþór Yngvason til starfa sem safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur. Í gær afhenti Eiríkur Þorláksson fráfarandi safnstjóri Listasafnsins Hafþóri formlega lyklavöldin að safninu sem voru þrír táknrænir lyklar fyrir hvert hús safnsins; Hafnarhús, Kjarvalsstaði og Ásmundarsafn. Afhendingin fór fram við kveðjuathöfn sem borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hélt fráfarandi forstöðumanni í Höfða í gær. Hafþór Yngvason er ráðinn safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur til fimm ára en hann kemur hingað til lands eftir tuttugu ára búsetu í Bandaríkjunum. Síðastliðinn áratug starfaði Hafþór við Listráð Cambridge borgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×