Sport

Dyer og Bowyer í slagsmálum

Sá undarlegi atburður átti sér stað í leik Newcastle og Aston Villa á St James Park í ensku úrvaldsdeildinni í dag að Kieron Dyer og Lee Bowyer voru reknir af velli fyrir slagsmál. Þetta væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það að þeir eru samherjar hjá Newcastle. Eitthvað hefur mótlætið farið í taugarnar á þeim félögum því áður en þetta gerðist hafið Juan Pablo Angel skorað á fimmtu mínútu og Gareth Barry bætt tveim mörkum við úr vítaspyrnum og staðan því 0-3. Steven Taylor fékk líka að fjúka útaf hjá Newcastle á 73. mínútu og því kláruðu þeir leikin með aðeins átta leikmenn. Spennandi verður að sjá hvaða eftirmála þetta mun hafa, en eitt er víst að enska knattspyrnusambandið mun ekki lýða svona hegðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×