Sport

Souness hefur trú á Shearer

Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði í dag að hann hefði mikla trú á þjálfarahæfileikum Alan Shearer og að hann myndi vilja gefa eftir stjórasætið sitt til hans, en aðeins þegar hans verki er lokið. Hinn 34-ára gamli Shearer staðfesti í gær að hann ætlaði sér að spila eitt tímabil til viðbótar með Newcastle, og þá sem spilandi þjálfari. "Mitt viðhorf til þessa er að einn dag myndi ég vilja láta eftir starf mitt til Alan, og láta þá eftir lið sem er mjög vel statt fjárhagslega og lið sem er með getu til að keppa við þá bestu. Þetta er liðið hans og því er engin maður betri í starfið en hann," sagði Souness í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×