Lífið

Strandblak í Kópavogi

Þó að ekki hafi beinlínis verið bongóblíða í Kópavoginum í dag létu nokkur ungmenni það ekki aftra sér frá að stunda íþrótt sem algengari er í hitabeltislöndum. Fyrsta stigamót Blaksambands Íslands í strandblaki fór fram í Fagralundinum í dag þar sem ellefu lið öttu kappi. Við Íslendingar eigum kannski enn eftir að ná sömu færni og suðrænni þjóðir í greininni, en æfingin skapar jú meistarann, og ekki ólíklegt að léttklæddar meyjar og piltar eigi eftir að setja upp net í Nauthólsvíkinni í sumar, unnendum fagurra líkama til ánægju og yndisauka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.