Innlent

Litlar líkur á svipuðum bruna

Brunamálastofnun telur í skýrslu um brunann á athafnasvæði Hringrásar í Sundahöfn þann 22. nóvember síðastliðinn litlar líkur á því að svipaðir atburðir gerist aftur þar sem hvergi er jafn miklu af hjólbörðum safnað saman nálægt íbúðarbyggð og var á athafnasvæði Hringrásar. Stofnunin bendir hins vegar á nokkur atriði sem betur megi fara. Þannig telur hún mikilvægt að upplýsa eldvarnaeftirlit sveitarfélaganna um ótvíræða skyldu þeirra til að bregðast við ef slökkviliðsstjóri telji að um almannahættu sé að ræða. Einnig sé mikilvægt að fræða eigendur fyrirtækja um eigin ábyrgð og auðvelda þeim að koma á innra eftirliti með brunavörnum. Brunamálastofnun stefnir að því að endurskoða reglugerðir um eldvarnaeftirlit með þetta að leiðarljósi. Umhverfisráðuneytið mun í framhaldi af skýrslunni hlutast til um að lög um brunavarnir og reglugerðir sem settar hafa verið samkvæmt þeim verði endurskoðaðar með tilliti til ábendinga í skýrslunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×