Wolfowitz fagnar skuldasamningi 12. júní 2005 00:01 Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. Wolfowitz lét þessi orð falla í Abuja, höfuðborg Nígeríu, en það var fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuheimsókn hans, þeirri fyrstu sem hann fer í eftir að hann tók við stjórn Alþjóðabankans, sem hefur það hlutverk að styðja við framfarir í þróunarlöndum. Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims, G8-hópsins svonefnda, sömdu um það á laugardaginn að 40 milljarða dollara skuldir átján fátækra ríkja skyldu felldar niður. Flest eru þessi ríki í Afríku. Stór hluti skuldanna var við alþjóðlegar lánastofnanir, ekki síst Alþjóðabankann. Alls nema erlendar skuldir Afríkuríkja um þessar mundir um 300 milljörðum dollara, andvirði yfir 19.000 milljarða króna. Wolfowitz fullyrti að skuldaniðurfellingin "myndi ekki koma niður á nýjum framlögum til þróunaraðstoðar". Ríku löndin hefðu nú um helgina heitið einum milljarði dollara, 64 milljörðum króna, í viðbótarframlög til fátækustu ríkjanna. G8-ráðherrarnir hétu því að leggja fram aukafé til að bæta Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum upp tapið sem skuldaniðurfellingin hefur í för með sér. Nígería er fjölmennasta og jafnframt skuldugasta land Afríku. En þar sem það er einn stærsti olíuútflytjandi heims uppfyllir það ekki skilgreiningu Alþjóðabankans um lágtekjuland. Og spillt stjórnsýsla hefur ekki hjálpað til heldur. Samningar um eftirgjöf skulda Nígeríu eru því flóknari en allra fátækustu ríkjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem verður gestgjafi á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Skotlandi í júlí, mun í dag hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu og Gerhard Schröder Þýskalandskanslara í Berlín á ferð sinni milli höfuðborga ríkjanna átta þar sem hann reynir að afla stuðnings við metnaðarfulla áætlun sína um stóraukna þróunaraðstoð og heimsátak gegn loftmengun. Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. Wolfowitz lét þessi orð falla í Abuja, höfuðborg Nígeríu, en það var fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuheimsókn hans, þeirri fyrstu sem hann fer í eftir að hann tók við stjórn Alþjóðabankans, sem hefur það hlutverk að styðja við framfarir í þróunarlöndum. Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims, G8-hópsins svonefnda, sömdu um það á laugardaginn að 40 milljarða dollara skuldir átján fátækra ríkja skyldu felldar niður. Flest eru þessi ríki í Afríku. Stór hluti skuldanna var við alþjóðlegar lánastofnanir, ekki síst Alþjóðabankann. Alls nema erlendar skuldir Afríkuríkja um þessar mundir um 300 milljörðum dollara, andvirði yfir 19.000 milljarða króna. Wolfowitz fullyrti að skuldaniðurfellingin "myndi ekki koma niður á nýjum framlögum til þróunaraðstoðar". Ríku löndin hefðu nú um helgina heitið einum milljarði dollara, 64 milljörðum króna, í viðbótarframlög til fátækustu ríkjanna. G8-ráðherrarnir hétu því að leggja fram aukafé til að bæta Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum upp tapið sem skuldaniðurfellingin hefur í för með sér. Nígería er fjölmennasta og jafnframt skuldugasta land Afríku. En þar sem það er einn stærsti olíuútflytjandi heims uppfyllir það ekki skilgreiningu Alþjóðabankans um lágtekjuland. Og spillt stjórnsýsla hefur ekki hjálpað til heldur. Samningar um eftirgjöf skulda Nígeríu eru því flóknari en allra fátækustu ríkjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem verður gestgjafi á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Skotlandi í júlí, mun í dag hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu og Gerhard Schröder Þýskalandskanslara í Berlín á ferð sinni milli höfuðborga ríkjanna átta þar sem hann reynir að afla stuðnings við metnaðarfulla áætlun sína um stóraukna þróunaraðstoð og heimsátak gegn loftmengun.
Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira