Erlent

Handtóku háttsettan ETA-liða

Franska lögreglan handtók í dag þrjá félaga í aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, í bænum Aurillac í Mið-Frakklandi. Þar á meðal var næstæðsti maður innan samtakanna, Harriet Agurrie, en hún er m.a. grunuð um að hafa skipulagt morð á varaborgarstjóra á Spáni. Þá lagði lögregla einnig hald á skotvopn við handtökurnar. Undanfarna mánuði hafa verið uppi getgátur um að ETA hygðist leggja niður vopn í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska, en tvær árásir undanfarna tíu daga benda til þess að samtökin hyggist ekki hætta þeirri baráttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×