Erlent

Villandi upplýsingar ráðherrans

Lars Barfoed, neytendamálaráðherra Danmerkur, hefur orðið uppvís að því að hafa gefið danska þinginu villandi upplýsingar varðandi pólsk hindber sem í maí ollu því að yfir þúsund manns veiktust alvarlega og fimm dóu. Upplýsingar um að berin væru menguð bárust ráðuneytinu undir lok maí en ráðherrann lét hins vegar ekki senda út fréttatilkynningu fyrr en um viku síðar og þá fyrst voru berin tekin úr umferð. En þá var skaðinn skeður. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir viðbrögðum forsætisráðherra við málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×