Innlent

Segir það ekki borgarstjóra að ákveða hvort laun hans hækki eða lækki

Mynd/E.Ól

Stefán Jón Hafstein, frambjóðandi til leiðtogasætis Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor segist skilja pólitískar ástæður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra fyrir því að afsala sér launahækkun frá kjaradómi. Hún hafi hins vegar ekkert átt með það að lækka launin sín sjálf. Stefán Jón sendi fréttastofunni kvörtun um að ranglega hefði verið haft eftir honum í fréttum NFS í gærkvöld um að hann skildi ekki þá ákvörðun borgarstjóra að afþakka launahækkunina. En þetta var ekki haft eftir Stefáni Jóni, þetta var ályktun fréttamannsins sem byggðist á eftirfarandi ummælum. Stefán segir að ífyrsta lagi þásjái hann ekki efnisleg rök fyrir hækkuninni og hann skilji hana ekki. Í öðru lagi skilji hann þær pólitísku forsendur sem borgarstjórinn gefur sér. Hann segir að í þriðja lagi sé til staðar grundvallarregla um það hvernig eigi að skipa launum æðstu embættismanna og meðan sú regla sé í gildi eiga einstakir stjórnmálamenn ekki að taka ákvarðanir um eigin laun, hvorki til hækkunar né lækkunar.

Deila má um orðalagið í frétt NFS, um hvort Stefán Jón botni í borgarstjóranum eða ekki, en lokaorð Stefáns Jóns taka af öll tvímæli um aðalatriði málsins: að hann álíti það vera grundvallarreglu að borgarstjóri ákveði það ekki sjálfur hvort laun hans hækki eða lækki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×