Lífið

Einn mesti Harry Potter aðdáandinn

Það er svo sem löngu vitað að Harry Potter á sér aðdáendur um allan heim. Sandra Luchian, fimmtán ára moldavísk stúlka slær þó áreiðanlega flesta þeirra út. Þegar hún gerði sér grein fyrir að fjölskylda hennar hefði ekki efni á að borga þrjú þúsund krónur fyrir nýjustu bókina um galdrastrákinn, þá ákvað hún að skrifa hana upp, orð fyrir orð. Hún fékk bókina lánaða hjá rúmenskri vinkonu sinni og það tók hana rúman mánuð að skrifa allar 607 blaðsíðurnar upp í fimm stílabækur. Nú segist hún ekki getað beðið eftir næstu bók.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.