Erlent

Leggur 6000 heimili í rúst

Búist er við að fellibylurinn Ríta muni leggja um 6000 þúsund heimili í rúst í Texas ríki þegar hún gengur þar á land og að borgin Port Arthur munu öll fara undir vatn, samkvæmt síðustu tíðindum frá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Allt í allt er talið að fellibylurinn hafi áhrif á daglegt líf meira en fimm milljóna manna í Texas ríki. Ríta nálgast nú óðum land og segja sérfræðingar að hún muni ríða yfir eftir um sextán klukkustundir. Rita er enn skilgreind sem fellibylur af styrkleika fjögur, en þar sem hún á eftir að fara yfir mjög hlýjan sjó eru allar líkur á að hún eflist á ný og verði orðin öflugri en Katrín þegar hún skellur á landi. Um tvær milljónir manna hafa verið hvattar til að yfirgefa heimili sín og flýja borgirnar Houston, Galveston, Beaumont, Corpus Christi, Port Arthur og fleiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×