Þrjá milljarðar fram úr fjárlögum 20. júní 2005 00:01 Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar hefur landbúnaðarráðuneytið farið um 3,3 milljarða fram úr fjárlögum. Guðni Ágústsson tók við embætti 1999 en frá þeim tíma hefur ráðuneytið farið fram úr fjárlögum að meðaltali er nemur um 650 milljónum króna árlega. Ingimar Jóhannsson, fjármálastjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að framúrkeyrslan stafi einna helst af rekstrarhalla landbúnaðarskólanna og embættis yfirdýralæknis en af ólíkum ástæðum þó. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári var landbúnaðarráðuneytið það ráðuneyti sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum. Hann segir að embætti yfirdýralæknis hafi tapað um 60 milljónum vegna gjaldþrots sláturhúsa fyrir nokkrum árum. "Í tilviki yfirdýralæknis er því ekki um árvissa framúrkeyrslu að ræða heldur tap sem velt hefur verið á milli ára," segir Ingimar. Aðspurður segir hann að ráðuneytið hafi margoft sóst eftir því að tapið yrði hreinsað upp en það hafi enn ekki gengið eftir. "Hvað varðar skólana má deila um það hvort fjárveitingar séu of lágar eða hvort skorti á forgangsröðun verkefna innan skólanna," segir Ingimar. Hann segir að þegar Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri hafi verið breytt í háskóla hafi ekki nægilegar fjárveitingar fylgt. "Þar hefur skapast uppsafnað vandamál síðustu þriggja til fjögurra ára," segir Ingimar en bætir við að sífellt sé verið að reyna að vinna á vandanum. "Í raun hefur landbúnaðarráðuneytið verið rekið á fjárlögum á árunum 2001 til 2001 ef frá er talið embætti yfirdýralæknis og skólarnir," bendir Ingimar á. Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Ingimar segir að sífellt sé verið að bregðast við samkvæmt reglugerðinni, fara yfir einstaka fjármálaliði og hvetja til sparnaðar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í ráðherratíð Guðna Ágústssonar hefur landbúnaðarráðuneytið farið um 3,3 milljarða fram úr fjárlögum. Guðni Ágústsson tók við embætti 1999 en frá þeim tíma hefur ráðuneytið farið fram úr fjárlögum að meðaltali er nemur um 650 milljónum króna árlega. Ingimar Jóhannsson, fjármálastjóri landbúnaðarráðuneytisins, segir að framúrkeyrslan stafi einna helst af rekstrarhalla landbúnaðarskólanna og embættis yfirdýralæknis en af ólíkum ástæðum þó. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári var landbúnaðarráðuneytið það ráðuneyti sem fór hlutfallslega mest fram úr fjárlögum. Hann segir að embætti yfirdýralæknis hafi tapað um 60 milljónum vegna gjaldþrots sláturhúsa fyrir nokkrum árum. "Í tilviki yfirdýralæknis er því ekki um árvissa framúrkeyrslu að ræða heldur tap sem velt hefur verið á milli ára," segir Ingimar. Aðspurður segir hann að ráðuneytið hafi margoft sóst eftir því að tapið yrði hreinsað upp en það hafi enn ekki gengið eftir. "Hvað varðar skólana má deila um það hvort fjárveitingar séu of lágar eða hvort skorti á forgangsröðun verkefna innan skólanna," segir Ingimar. Hann segir að þegar Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri hafi verið breytt í háskóla hafi ekki nægilegar fjárveitingar fylgt. "Þar hefur skapast uppsafnað vandamál síðustu þriggja til fjögurra ára," segir Ingimar en bætir við að sífellt sé verið að reyna að vinna á vandanum. "Í raun hefur landbúnaðarráðuneytið verið rekið á fjárlögum á árunum 2001 til 2001 ef frá er talið embætti yfirdýralæknis og skólarnir," bendir Ingimar á. Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Ingimar segir að sífellt sé verið að bregðast við samkvæmt reglugerðinni, fara yfir einstaka fjármálaliði og hvetja til sparnaðar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira