Innlent

Flugfargjöld hækka ekki

Bandaríska flugfélagið Delta hækkaði flest fargjöld í flugi yfir Atlantshafið 15. júní vegna hækkunar á þotueldsneyti síðustu mánuði. Íslensku flugfélögin búast þó ekki við að hækka fargjöld á næstunni. "Við höfum verið að taka þennan kostnað á okkur," segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, sem á í harðri samkeppni í lágfargjaldafluginu. "Við viljum ekki hækka fargjöldin." Hann á þó ekki von á lækkun fargjalda á næstunni. "Það er ekkert sérstakt á döfinni hjá okkur hvað það varðar," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um hækkun fargjalda. Guðjón segir alþjóðlega samkeppni á flugmarkaði vera mjög virka og bendir líka á að flugfélög noti mjög ólíkar aðferðir til verðlagningar. Það sé ekki sjálfgefið að hækkanir á eldsneytisverði skili sér út í fargjöldin. Þotueldsneyti hækkaði um 45 prósent frá mars til apríl, en lækkaði aftur í maí. Almennt hefur verðið hækkað og sér ekki fram á lækkun á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×