Innlent

Kirkjudagar haldnir í annað sinn

"Meginmarkmið Kirkjudaga er að kynna kirkjuna," segir Stefán Már Gunnlaugsson, verkefnisstjóri Kirkjudaga. Kirkjudagar verða haldnir í annað sinn um helgina en stefnt er að því að gera dagana að föstum lið í kirkjustarfinu fjórða hvert ár. "Á Kirkjudögum reynum við að safna kirkjunni allri saman á einum stað," segir Stefán Már. "Þannig er hægt að fá innsýn í allt fjölbreytta starf kirkjunnar." Eitt meginmarkmiða Kirkjudaga er að hvetja til umræðu í samfélaginu um kristna trú og starf kirkjunnar en á dagskrá eru um fjörutíu málstofur. "Þetta er hugsað sem vettvangur fyrir umræður þar sem fólk getur komið og sagt sína skoðun," segir Stefán. Á sjötta tug hreyfinga, félaga, nefnda og stofnana komu að undirbúningi Kirkjudaga. Nýstárlegir atburðir verða á dagskránni, til dæmis pílagrímaganga, dans gegn fordómum og Ólympíuleikar undarlegra. Kirkjudagar verða settir klukkan átta á föstudagskvöld og standa til miðnættis á laugardag á Skólavörðuholti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×