Innlent

LHÍ og Bifröst vinna saman

Félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans á Bifröst og leiklistardeild Listaháskóla Íslands gerðu á dögunum með sér samkomulag um að þróa með sér samstarf á sviði nemenda- og kennaraskipta, rannsókna og sameiginlegra verkefna. Markmiðið með samningnum er að nemendur beggja háskóla vinni saman að uppsetningu leiksýningar, allt frá listrænni útfærslu til fjárhagsáætlunar. Einnig verður stuðlað að auknum rannsóknum á sviði leiklistar- og menningarfræða, samnýtingu starfsfólks og hugsanlegri samvinnu um þróun á nýrri námsleið á meistarastigi sem myndi vera á sviði lista og félagsvísinda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×