Innlent

Gekkst undir lifrarskiptiaðgerð

Huginn Heiðar Guðmundsson, sjö mánaða drengur, er á batavegi eftir lifrarskiptaaðgerð sem hann gekkst undir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í Víkurfréttum. Huginn Heiðar hefur verið veikur frá fæðingu. Hentug gjafalifur fannst ekki og var því tekinn hluti af lifur móður hans og græddur í soninn. Aðgerðin gekk vel en eftir hana varð mikil vökvasöfnun í líkama drengsins, en síðustu daga hefur ástandið batnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×