Innlent

Bjartviðri syðra á morgun

Íbúar í höfuðborginni og á suðvesturhorni landsins geta glaðst yfir því að veðrið á morgun, þjóðhátíðardaginn, verður með besta móti. Útlit er fyrir að borgarbúar geti verið léttklæddir í hátíðarhöldunum á morgun þar sem gert er ráð fyrir eindæma veðurblíðu en spáð er heiðskíru veðri og 15 stiga hita. Veðrið hefur leikið við borgarbúa alla vikuna og allt bendir til þess að svo verði áfram um helgina. Að sögn Ásdísar Auðunsdóttur, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, verður besta veðrið suðvestanlands og þar ætti að vera frekar bjart í norðlægri átt. Fyrir norðan verði hins vegar rigning, sérstaklega í fyrramálið og fram eftir degi. Á Vestfjörðum og við Breiðafjörð verði skýjað en ekki mikil úrkoma og á Austur- og Suðausturlandi megi reikna með skúrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×