Tólf tíma samfelld dagskrá 16. júní 2005 00:01 Þjóðhátíðarhald í Reykjavík er með hefðbundnu sniði í ár en helsta nýmælið er að engin skil eru milli síðdegis- og kvölddagskrár og er því dagskráin samfelld í tólf tíma frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi. Tímasetta dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík er að finna hér Dagskráin fyrir hádegi hefst að venju í kirkjugarðinum við Suðurgötu, þar sem lagður er blómsveigur að gröf Jóns Sigurðssonar, og á hátíðardagskrá á Austurvelli, sem er beinni útsendingu í útvarpi og sjónvarpi. Ávörp flytja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Anna Kristinsdóttir formaður þjóðhátíðarnefndar og ávarp fjallkonunnar er að þessu sinni ljóð eftir Viborgu Dagbjartsdóttur. Að lokinni athöfninni á Austurvelli verður guðsþjónusta í Dómkirkjunnu þar sem Helga Soffía Konráðsdóttir predikar, Dómkórinn syngur og Hulda Björk Garðarsdóttir syngur einsöng. Eftir hádegi verða skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi, sem lúðrasveitir, skátar og götuleikarar taka þátt í, en að göngunum loknum hefst barna og fjölskyldudagskrá í miðbænum. Aðalsviðið verður á Arnarhóli og hefst dagskráin þar kl. 14 á barna og fjölskyldudagskrá sem stendur til kl. 18 en þá taka við tónleikar sem lýkur kl. 22. Á fjölskyldudagskránni verða flutt atriði úr barnaleikritunum Klaufar og kóngsdætur, Kalli á þakinu og Hans Klaufi og atriði úr söngleikjunum Annie og Múlan Rús. Danshóparnir 5th element, Danshópur Yermine Olsson og danshópur frá Jazzballettskóla Báru sýna dans og Selma Björnsdóttir treður upp ásamt dönsurum. Leikhópurinn Perlan sýnir tvö atriði, Skoppa og Skrítla koma í heimsókn og fjöllistamaðurinn Space Cowboy sýnir kastfimi, listir á einhjóli og sverðagleypingar. Sönghópurinn Nylon tekur lagið og Söngvaborg stendur fyrir söng og hreyfileikjum. Kynnar á fjölskyldusemmtuninni eru hinir valinkunnu barnavinir Gunni og Felix. Tónleikar hefjast kl. 18 þar sem fram koma Mjólk, 6 og Fúnk, The Dyers, Mania Locus, We Painted The Walls, KK Band, Hjálmar, Írafár, Papar, Stuðmenn og Mínus. Í Hljómskálagarði verður Skátaland með leiktæki, þrautabrautir og fleira og þar verður Brúðubíllinn með sýningar sínar í ár. Á sviðinu er dagskrá í boði Vifilfells og Skátalands og þar troða upp þær Skoppa og Skrítla, sönghópurinn Nylon, fjöllistamaðurinn Space Cowboy og idol-stjarnan Hildur Vala. Í Hallargarði verða leiktæki frá Sumargríni ÍTR, fimleikar, skylmingar, glíma, kínverskar bardagalistir og spákonur í garðhýsinu. Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur verður með keppni í nákvæmnislendingu kl. 16 í Hljómskálagarði. Ókeypis er í öll leiktæki í görðunum Á Ingólfstorgi eru Hopp og skopp leiktæki, dansleikur í umsjón Komið og dansið, danshópurinn Svið Group og hljómsveitin Llama. Tónleikar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.30 þar sem Kvennakór Reykjavíkur flytur dagskrána Reykjavíkurdætur, söngdagskrá með lögum og útsetningum kvenna, strengjakvartettinn Loki flytur dagskrána Mendelssohn með rjóma og Gestalæti flytja sígild verk úr ýmsum áttum. Snarsveit Reykjavíkur heldur æfingu fyrir risatónleika 7. júlí og hópurinn Íslendingar sýnir ljósmyndir af síbreytilegri götutísku Reykvíkinga. Um kvöldið leikur Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur fyrir dansi. Í veitingatjaldinu á Austurvelli verða tónleikar í boði NASA þar sem fram koma hljómssveitin Ég, Helgi úr Idolinu, Ísafold, Bermuda, Spútnik, Sessý og Sjonni, Love Guru og fleiri. Uppákomur eru víðsvegar um Miðbæinn m.a. akstur fornbíla og sýning á Miðbakka og í Vonarstræti verður trukkadráttur í keppninni Sterkasti maður Íslands. Dans- og slagverkshópurinn Adrenalín gegn rasisma treður upp í Austurstræti og Stjörnufræðivefurinn stendur fyrir sólskoðun á útitaflinu í Lækjargötu ef veður leyfir. Þá stendur siglingaklúbburinn Brokey fyrir 17. júnímóti í siglingum á sundinu fyrir utan Sæbrautina og er það nýmæli. Götuleikhúss Hins Hússins, danshóparnir 5th Element og Svið Group og slagverkshópurinn Parabóla sýna við MR í Lækjargötu og á Austurvelli verður myndlistarinnsetningin Hýðið, hópurinn Íslenski þjóðsöngurinn stendur fyrir umræðu og Listahópurinn Siggi verður með fullkomið jólaboð. Hópurinn Afmyndað afkvæmi hugarfósturs sýnir innsetningu í Kaffi Hljómalind. Þjóðhátíðarnefnd í Reykjavík vill hvetja fjölskyldur til að skemmta sér saman á 17. júní. Á þjóðhátíð í Reykjavík á safnast tugþúsundir borgarbúa saman í miðbæ Reykjavíkur til að halda upp á daginn og á undanförnum árum hefur sú ánægjulega þróun orðið að fullorðnir fylgja börnum sínum í auknum mæli á kvöldskemmtanirnar og hefur það án efa orðið til þess að unglingadrykkja á 17. júní er nú að miklum mun minni en áður var. Þjóðhátíðarnefnd vill stuðla að áframhaldandi þróun í þessa átt og hvetja fjölskyldur til að halda saman á þessum degi. Því hefur verið ákveðið að hafa skemmtidagskrá samfellda frá kl. 14 til kl. 22. Dagskrá verður því jafnlöng og venjulega en hættir fyrr og er þessi ráðstöfun ekki síst vegna þess að 17. júní ber upp á föstudag í ár. Skörun við næturlíf miðborgarinnar ætti því að minnka og færri unglingar að verða strandaglópar í miðbænum. Hitt Húsið sér um framkvæmd hátíðarhaldanna í Reykjavík í umboði þjóðhátíðarnefndar á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Í Hinu Húsinu má fá upplýsingar um allt það er lýtur að þjóðhátíðarhaldinu í síma 520 4600 og þar er einnig miðstöð fyrir börn sem týnast á þjóðhátíðardaginn. Innlent Menning Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira
Þjóðhátíðarhald í Reykjavík er með hefðbundnu sniði í ár en helsta nýmælið er að engin skil eru milli síðdegis- og kvölddagskrár og er því dagskráin samfelld í tólf tíma frá kl. 10 að morgni til kl. 22 að kvöldi. Tímasetta dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík er að finna hér Dagskráin fyrir hádegi hefst að venju í kirkjugarðinum við Suðurgötu, þar sem lagður er blómsveigur að gröf Jóns Sigurðssonar, og á hátíðardagskrá á Austurvelli, sem er beinni útsendingu í útvarpi og sjónvarpi. Ávörp flytja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Anna Kristinsdóttir formaður þjóðhátíðarnefndar og ávarp fjallkonunnar er að þessu sinni ljóð eftir Viborgu Dagbjartsdóttur. Að lokinni athöfninni á Austurvelli verður guðsþjónusta í Dómkirkjunnu þar sem Helga Soffía Konráðsdóttir predikar, Dómkórinn syngur og Hulda Björk Garðarsdóttir syngur einsöng. Eftir hádegi verða skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi, sem lúðrasveitir, skátar og götuleikarar taka þátt í, en að göngunum loknum hefst barna og fjölskyldudagskrá í miðbænum. Aðalsviðið verður á Arnarhóli og hefst dagskráin þar kl. 14 á barna og fjölskyldudagskrá sem stendur til kl. 18 en þá taka við tónleikar sem lýkur kl. 22. Á fjölskyldudagskránni verða flutt atriði úr barnaleikritunum Klaufar og kóngsdætur, Kalli á þakinu og Hans Klaufi og atriði úr söngleikjunum Annie og Múlan Rús. Danshóparnir 5th element, Danshópur Yermine Olsson og danshópur frá Jazzballettskóla Báru sýna dans og Selma Björnsdóttir treður upp ásamt dönsurum. Leikhópurinn Perlan sýnir tvö atriði, Skoppa og Skrítla koma í heimsókn og fjöllistamaðurinn Space Cowboy sýnir kastfimi, listir á einhjóli og sverðagleypingar. Sönghópurinn Nylon tekur lagið og Söngvaborg stendur fyrir söng og hreyfileikjum. Kynnar á fjölskyldusemmtuninni eru hinir valinkunnu barnavinir Gunni og Felix. Tónleikar hefjast kl. 18 þar sem fram koma Mjólk, 6 og Fúnk, The Dyers, Mania Locus, We Painted The Walls, KK Band, Hjálmar, Írafár, Papar, Stuðmenn og Mínus. Í Hljómskálagarði verður Skátaland með leiktæki, þrautabrautir og fleira og þar verður Brúðubíllinn með sýningar sínar í ár. Á sviðinu er dagskrá í boði Vifilfells og Skátalands og þar troða upp þær Skoppa og Skrítla, sönghópurinn Nylon, fjöllistamaðurinn Space Cowboy og idol-stjarnan Hildur Vala. Í Hallargarði verða leiktæki frá Sumargríni ÍTR, fimleikar, skylmingar, glíma, kínverskar bardagalistir og spákonur í garðhýsinu. Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur verður með keppni í nákvæmnislendingu kl. 16 í Hljómskálagarði. Ókeypis er í öll leiktæki í görðunum Á Ingólfstorgi eru Hopp og skopp leiktæki, dansleikur í umsjón Komið og dansið, danshópurinn Svið Group og hljómsveitin Llama. Tónleikar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.30 þar sem Kvennakór Reykjavíkur flytur dagskrána Reykjavíkurdætur, söngdagskrá með lögum og útsetningum kvenna, strengjakvartettinn Loki flytur dagskrána Mendelssohn með rjóma og Gestalæti flytja sígild verk úr ýmsum áttum. Snarsveit Reykjavíkur heldur æfingu fyrir risatónleika 7. júlí og hópurinn Íslendingar sýnir ljósmyndir af síbreytilegri götutísku Reykvíkinga. Um kvöldið leikur Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur fyrir dansi. Í veitingatjaldinu á Austurvelli verða tónleikar í boði NASA þar sem fram koma hljómssveitin Ég, Helgi úr Idolinu, Ísafold, Bermuda, Spútnik, Sessý og Sjonni, Love Guru og fleiri. Uppákomur eru víðsvegar um Miðbæinn m.a. akstur fornbíla og sýning á Miðbakka og í Vonarstræti verður trukkadráttur í keppninni Sterkasti maður Íslands. Dans- og slagverkshópurinn Adrenalín gegn rasisma treður upp í Austurstræti og Stjörnufræðivefurinn stendur fyrir sólskoðun á útitaflinu í Lækjargötu ef veður leyfir. Þá stendur siglingaklúbburinn Brokey fyrir 17. júnímóti í siglingum á sundinu fyrir utan Sæbrautina og er það nýmæli. Götuleikhúss Hins Hússins, danshóparnir 5th Element og Svið Group og slagverkshópurinn Parabóla sýna við MR í Lækjargötu og á Austurvelli verður myndlistarinnsetningin Hýðið, hópurinn Íslenski þjóðsöngurinn stendur fyrir umræðu og Listahópurinn Siggi verður með fullkomið jólaboð. Hópurinn Afmyndað afkvæmi hugarfósturs sýnir innsetningu í Kaffi Hljómalind. Þjóðhátíðarnefnd í Reykjavík vill hvetja fjölskyldur til að skemmta sér saman á 17. júní. Á þjóðhátíð í Reykjavík á safnast tugþúsundir borgarbúa saman í miðbæ Reykjavíkur til að halda upp á daginn og á undanförnum árum hefur sú ánægjulega þróun orðið að fullorðnir fylgja börnum sínum í auknum mæli á kvöldskemmtanirnar og hefur það án efa orðið til þess að unglingadrykkja á 17. júní er nú að miklum mun minni en áður var. Þjóðhátíðarnefnd vill stuðla að áframhaldandi þróun í þessa átt og hvetja fjölskyldur til að halda saman á þessum degi. Því hefur verið ákveðið að hafa skemmtidagskrá samfellda frá kl. 14 til kl. 22. Dagskrá verður því jafnlöng og venjulega en hættir fyrr og er þessi ráðstöfun ekki síst vegna þess að 17. júní ber upp á föstudag í ár. Skörun við næturlíf miðborgarinnar ætti því að minnka og færri unglingar að verða strandaglópar í miðbænum. Hitt Húsið sér um framkvæmd hátíðarhaldanna í Reykjavík í umboði þjóðhátíðarnefndar á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Í Hinu Húsinu má fá upplýsingar um allt það er lýtur að þjóðhátíðarhaldinu í síma 520 4600 og þar er einnig miðstöð fyrir börn sem týnast á þjóðhátíðardaginn.
Innlent Menning Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira