Eftirlaunafrumvarp í bígerð 25. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið kannar nú lagalegar afleiðingar þess ef lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt. Þingflokkur Framsóknarflokksins ræddi málið á þingflokksfundi í gær. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að í forsætisráðuneytinu sé vinna í gangi við frumvarp til breytinga á lögunum líkt og boðað hafi verið. Hjálmar segir að fyrirhugaðar breytingar á lögunum varði ekki þau ákvæði sem breyttust við samþykkt eftirlaunafrumvarpsins svokallaða fyrir tveimur árum, heldur eldri ákvæði sem í ljós kom þá að voru til staðar. Spurður hvort ekki þurfi samþykki beggja flokka til að leggja fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögunum sagði Hjálmar að varast beri að oftúlka ummæli Davíðs Oddssonar um málið. "Ég held að hann hafi verið að skírskota til eftirlaunafrumvarpsins sjálfs sem samþykkt var fyrir tveimur árum en hitt var eldra ákvæði sem þingið hafði ekki áttað sig á fyrr en þarna," sagði Hjálmar og áréttaði að það væri nú til skoðunar. Frá því að Fréttablaðið sagði frá því í frétt í janúar að sjö fyrrverandi ráðherrar þæðu sautján milljónir í eftirlaun auk þess að vera á launum hjá ríkinu hafa orðið miklar umræður um málið. Þverpólitísk sátt varð um það í kjölfarið - ef sjálfstæðismenn eru undanskildir - að breyta þessu ákvæði í lögunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast sjálfstæðismenn afleiðingar lagabreytinga og vilja því sem minnst hrófla við lögunum. Þeir benda á að samkvæmt eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar megi ekki taka rétt af mönnum sem þeir hafi þegar áunnið sér samkvæmt lögum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi málið ekki á fundi sínum í gær að sögn þingflokksformannsins, Einars K. Guðfinssonar. "Eftirlaunalögin voru samþykkt fyrir tveimur árum og því engin ástæða til að ræða þau á þingflokksfundi nú," sagði Einar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira
Forsætisráðuneytið kannar nú lagalegar afleiðingar þess ef lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt. Þingflokkur Framsóknarflokksins ræddi málið á þingflokksfundi í gær. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að í forsætisráðuneytinu sé vinna í gangi við frumvarp til breytinga á lögunum líkt og boðað hafi verið. Hjálmar segir að fyrirhugaðar breytingar á lögunum varði ekki þau ákvæði sem breyttust við samþykkt eftirlaunafrumvarpsins svokallaða fyrir tveimur árum, heldur eldri ákvæði sem í ljós kom þá að voru til staðar. Spurður hvort ekki þurfi samþykki beggja flokka til að leggja fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögunum sagði Hjálmar að varast beri að oftúlka ummæli Davíðs Oddssonar um málið. "Ég held að hann hafi verið að skírskota til eftirlaunafrumvarpsins sjálfs sem samþykkt var fyrir tveimur árum en hitt var eldra ákvæði sem þingið hafði ekki áttað sig á fyrr en þarna," sagði Hjálmar og áréttaði að það væri nú til skoðunar. Frá því að Fréttablaðið sagði frá því í frétt í janúar að sjö fyrrverandi ráðherrar þæðu sautján milljónir í eftirlaun auk þess að vera á launum hjá ríkinu hafa orðið miklar umræður um málið. Þverpólitísk sátt varð um það í kjölfarið - ef sjálfstæðismenn eru undanskildir - að breyta þessu ákvæði í lögunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast sjálfstæðismenn afleiðingar lagabreytinga og vilja því sem minnst hrófla við lögunum. Þeir benda á að samkvæmt eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar megi ekki taka rétt af mönnum sem þeir hafi þegar áunnið sér samkvæmt lögum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi málið ekki á fundi sínum í gær að sögn þingflokksformannsins, Einars K. Guðfinssonar. "Eftirlaunalögin voru samþykkt fyrir tveimur árum og því engin ástæða til að ræða þau á þingflokksfundi nú," sagði Einar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Stefna að því að fresta fundum Alþingis 12. júní 2026 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Sjá meira