Erlent

Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi

Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Frakklandi er hafin. 42 milljónir Frakka eru á kjörskrá og skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni. Samþykki allra 25 aðildarríkja sambandsins þarf til að stjórnarskráin taki gildi en ráðgert var að það yrði strax á næsta ári. Þýskaland varð níunda ríkið til að samþykkja stjórnarskrána á föstudag, en Austurríki, Grikkland, Ungverjaland, Ítalía, Litháen, Slóvakía, Svlóvenía og Spánn hafa einnig samþykkt stjórnarskárna. Í Þýskalandi var ákvörðunarvaldið í höndum efri deildar þýska þingsins. Þann 1. júní fer stjórnarskráin í þjóðaratkvæðagreiðsla í Hollandi og benda kannanir til þess að hollenska þjoðin muni líkt og Frakkar hafna plagginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×