Félagsmálaráðherra fagnar því að málinu sé lokið 8. desember 2005 20:07 Árni Magnússon félagsmálaráðherra MYND/Pjetur Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist, í tilefni dóms Hæstaréttar í dag þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur sex milljónir króna í skaðabætur, fagna því að málinu sé lokið. Hann dragi þó ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar valdi sér vonbrigðum. Í dóminum segir m.a. að félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna dóms Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn íslenska ríkinu vill Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, taka fram eftirfarandi: "Með dómi sínum í dag hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, sem framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, hafi verið brotið gegn reglu stjórnsýslulaga um meðalhóf við töku stjórnvaldsákvörðunar. Hæstiréttur telur að með vægari aðgerðum hefði mátt ná því markmiði að skapa frið um starfsemi Jafnréttisstofu með því að Valgerður viki tímabundið úr starfi meðan beðið var dóms Hæstaréttar í máli sem hún tengdist og varðaði meint brot á ákvæði Jafnréttislaga. Ennfremur telur Hæstiréttur að við meðferð málsins hafi undirritaður stytt sér leið að settu marki, knúið Valgerði í reynd til að láta af starfi og hafi það verið ósamrýmanlegt þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð, sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi aðila. Með þessu hafi félagsmálaráðherra bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart Valgerði, sem rétturinn telur hæfilega ákveðnar 6 milljóniir króna, að teknu tilliti til miska. Ég dreg ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar veldur mér vonbrigðum. Ég hafði vænst þess að niðurstaða Héraðsdóms yrði staðfest en þar var íslenska ríkið sýknað af kröfum Valgerðar og ekki talið að brotinn hefði verið á henni réttur að neinu leyti. Það var einnig mat Ríkislögmanns og annarra lögfræðilegra ráðgjafa sem ég leitaði til við meðferð málsins. Með niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar fengin endanleg niðurstaða. Ég fagna því að málinu er nú lokið og óska Valgerði H. Bjarnadóttur velfarnaðar." Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist, í tilefni dóms Hæstaréttar í dag þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur sex milljónir króna í skaðabætur, fagna því að málinu sé lokið. Hann dragi þó ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar valdi sér vonbrigðum. Í dóminum segir m.a. að félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsregluna við starfslok Valgerðar sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna dóms Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn íslenska ríkinu vill Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, taka fram eftirfarandi: "Með dómi sínum í dag hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að við ákvörðun um starfslok Valgerðar H. Bjarnadóttur, sem framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, hafi verið brotið gegn reglu stjórnsýslulaga um meðalhóf við töku stjórnvaldsákvörðunar. Hæstiréttur telur að með vægari aðgerðum hefði mátt ná því markmiði að skapa frið um starfsemi Jafnréttisstofu með því að Valgerður viki tímabundið úr starfi meðan beðið var dóms Hæstaréttar í máli sem hún tengdist og varðaði meint brot á ákvæði Jafnréttislaga. Ennfremur telur Hæstiréttur að við meðferð málsins hafi undirritaður stytt sér leið að settu marki, knúið Valgerði í reynd til að láta af starfi og hafi það verið ósamrýmanlegt þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð, sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi aðila. Með þessu hafi félagsmálaráðherra bakað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart Valgerði, sem rétturinn telur hæfilega ákveðnar 6 milljóniir króna, að teknu tilliti til miska. Ég dreg ekki dul á að þessi niðurstaða Hæstaréttar veldur mér vonbrigðum. Ég hafði vænst þess að niðurstaða Héraðsdóms yrði staðfest en þar var íslenska ríkið sýknað af kröfum Valgerðar og ekki talið að brotinn hefði verið á henni réttur að neinu leyti. Það var einnig mat Ríkislögmanns og annarra lögfræðilegra ráðgjafa sem ég leitaði til við meðferð málsins. Með niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar fengin endanleg niðurstaða. Ég fagna því að málinu er nú lokið og óska Valgerði H. Bjarnadóttur velfarnaðar." Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira